Keeping a finger on the pulse

Pale Moon

Sumarpoppnostalgía

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 28. ágúst 2019. Ég vaknaði með lag Snorra Helgasonar, „Summer Is Almost Gone“, á heilanum. Fyrir utan gluggann haustar og allt í einu vantar mig sárlega tónlist til að halda áfram andlega með sumarið. Þess vegna er ég í nostalgíukasti í dag og fjalla um þrjá íslenska tónlistarmenn sem vita alveg hvernig hægt er á örstuttum tíma að skapa sumarstemningu svo maður setur á sig sólgleraugun. TSS Fyrsti tónlistarmaðurinn samdi sumar-soundtrackið mitt árið 2013, í tvíeykinu Nolo, en Jón Gabríel Lorange er þekktastur fyrir að vera hluti af því. Jón Gabríel stendur líka að verkefninu TSS, sem er stytting á The Suburban Spaceman. Hann er ungur tónsmiður og undir nafninu TSS skapar hann sæta skynörvandi stemningu með blíðar gítarlínur. TSS á að baki þrjár breiðskífur með lo-fi indípopptónlist – „Meaningless Songs“ (2015), „Glimpse of Everything“ (2016) og „Moods“ (2018).…

Keep Reading

Go to Top