Geislandi hljóðsköpun kvenna
Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 11. ágúst 2020. Laugardagar eru djassdagar á mínu heimili og nýlega kom í ljós að sunnudagar, sérstaklega í sumar, eru tónleikadagar, réttara sagt Pikknikk Tónleika dagar. Það er vikuleg tónleikasería Norræna hússins, sem haldin er í góðu veðri undir berum himni. Gæsir og endur synda á tjörninni við húsið og útsýnið yfir borgina er einstakt. Í huggulegu og fallegu umhverfi gróðarhússins hélt ég eitt augnablik að ég væri stödd í sænskri sveit. En rödd MIMRU, söngkonnunar og lagahöfundarins Maríu Magnúsdóttur, lokkaði mig tilbaka til Reykjavíkur. MIMRA gaf út fyrstu plötuna sína “Sinking Island” árið 2017 og vakti strax athygli. Því tel ég mig rosalega heppna að hafa sótt tónleikana í Norræna Húsinu þar sem hún frumflutti nýjasta lagið sitt “Sister”. En lykillinn að pistlinum í dag var lokalag tónleikanna “Right Where You Belong”, sem hljómaði út úr gróðurhúsinu í…