Fyrirmyndarhljóðfæraleikur í framlínunni
Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 25. ágúst 2020. Þegar ég var á tvítugsaldri leitaði ég mér að fyrirmyndum í tónlist sem gætu mögulega orðið mér hvatning til að finna mér nýtt hljóðfæri. Ég var þá strax dottin ofan í íslenska tónlist og fann að í nútíma poppi, pönki og rokki gátu stelpur alveg rokkað á gítara, bassa og trommur, til dæmis í hljómsveitum eins og Mammút og Vicky. Í dag ætla ég að sýna þessari stúlku – mér sjálfri fyrir 10 árum – hvernig hefðbundna senan hefur vaxið, blómstrað og jafnvel tindrað, hérlendis sem erlendis. Ein þeirra íslensku hljómsveita sem nýlega hafa vakið eftirtekt er pönkhljómsveitin Dream Wife, sem var stofnuð árið 2015. Hún hefur verið mjög virk í Bretlandi og haldið tónleika víða um heim. Einn meðlimanna er íslensk tónlistarkona, Rakel Mjöll Leifsdóttir, sem ég hef fylgst með síðasta áratug. Það gleður mig…