Keeping a finger on the pulse

IS

Fyrirmyndarhljóðfæraleikur í framlínunni

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 25. ágúst 2020. Þegar ég var á tvítugsaldri leitaði ég mér að fyrirmyndum í tónlist sem gætu mögulega orðið mér hvatning til að finna mér nýtt hljóðfæri. Ég var þá strax dottin ofan í íslenska tónlist og fann að í nútíma poppi, pönki og rokki gátu stelpur alveg rokkað á gítara, bassa og trommur, til dæmis í hljómsveitum eins og Mammút og Vicky. Í dag ætla ég að sýna þessari stúlku – mér sjálfri fyrir 10 árum – hvernig hefðbundna senan hefur vaxið, blómstrað og jafnvel tindrað, hérlendis sem erlendis. Ein þeirra íslensku hljómsveita sem nýlega hafa vakið eftirtekt er pönkhljómsveitin Dream Wife, sem var stofnuð árið 2015. Hún hefur verið mjög virk í Bretlandi og haldið tónleika víða um heim. Einn meðlimanna er íslensk tónlistarkona, Rakel Mjöll Leifsdóttir, sem ég hef fylgst með síðasta áratug. Það gleður mig…

Keep Reading

Geislandi hljóðsköpun kvenna

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 11. ágúst 2020. Laugardagar eru djassdagar á mínu heimili og nýlega kom í ljós að sunnudagar, sérstaklega í sumar, eru tónleikadagar, réttara sagt Pikknikk Tónleika dagar. Það er vikuleg tónleikasería Norræna hússins, sem haldin er í góðu veðri undir berum himni. Gæsir og endur synda á tjörninni við húsið og útsýnið yfir borgina er einstakt. Í huggulegu og fallegu umhverfi gróðarhússins hélt ég eitt augnablik að ég væri stödd í sænskri sveit. En rödd MIMRU, söngkonnunar og lagahöfundarins Maríu Magnúsdóttur, lokkaði mig tilbaka til Reykjavíkur. MIMRA gaf út fyrstu plötuna sína “Sinking Island” árið 2017 og vakti strax athygli. Því tel ég mig rosalega heppna að hafa sótt tónleikana í Norræna Húsinu þar sem hún frumflutti nýjasta lagið sitt “Sister”. En lykillinn að pistlinum í dag var lokalag tónleikanna “Right Where You Belong”, sem hljómaði út úr gróðurhúsinu í…

Keep Reading

Dans er melting fyrir sálina

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 22. júlí 2020, og á vefsíðu RÚV, mánudaginn 27. júlí 2020. Allir að þurfa að dansa, allavega stundum. Dansa til að hreinsa út tilfinningar sínar eða dansa til að finna aftur gleðina. Hér á Íslandi er algengt að dansa eins og hálfviti þó það sé bannað að vera fáviti, eins og allir vita. Svo getur maður dansað innra með sér og varla hreyft líkamann, þannig að maður fái ekki titilinn „partýdýrið á dansgólfinu“. Það má dansa þangað til að maður nær ekki lengur andanum eða til þess að finna lausnir á gátum lífsins. Það má dansa rólega í niðamyrkri eða kröftuglega í birtunni þegar sólin er ekki enn sest – og öfugt. Dans er meltingarvegur sálarinnar að mínu mati. Þá mætti spyrja, hvers konar nútímatónlist fær okkur til að dansa? Þá rifjast upp fyrir mér allir tónleikarnir, sem hafa…

Keep Reading

Segulmögnuð áhrif tónlistar eftir samkomubann

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 8. júlí 2020, og á vefsíðu RÚV, sunnudaginn 12. júlí 2020. Samkomubannið hafði í för með sér algjört tónleikabann. Fyrir mér varð það fullkomið tækifæri til að pæla í mikilvægi lifandi tónlistarflutnings. Tónleikar eru ekki bara veisla fyrir eyrað, þeir eru líka sjónræn upplifun, tónlistin vekur tilfinningar og jafnvel gæsahúð. Margra vikna bið eftir lifandi tónlistarflutningi kveikti hjá mér áhugaverðar vangaveltur um nándina sem skapast á tónleikum, milli flytjenda tónlistar og hlustenda, og hversu mikilvæg hún er. Fyrir nokkrum vikum fékk ég þessar hugmyndir staðfestar á tónleikum Árstíða á Café Rosenberg, en þeir félagar kunna vel að mynda sterk tengsl við áhorfendur. Andrúmsloftið á tónleikastaðnum magnaði upp þessa tengingu. Café Rosenberg er nú tekinn til starfa á nýjum stað eftir nokkurra ára hlé og ég vona innilega að framhald verði á flutningi gæðatónlistar í nándinni sem skapast í þessu…

Keep Reading

Rokkað á Hvanneyri

in BLOG/IS by

(Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 14. ágúst 2019.) Falið í Borgarbyggð með tæplega 300 íbúa – sko, Hvanneyri hefur ekki haft mikið vægi í mínum huga, sérstaklega ekki þegar kemur að tónlist. En sjálfboðaliðasamtökin Stelpur Rokka! hafa svo sannarlega breytt þessari ímynd! Ásamt erlendum samstarfsaðilum völdu þau alþjóðlegum rokkbúðum stað í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þann 10. águst náði þessi 98-manna hópur með fólki frá 10 löndum og 11 samtökum hæsta punkti með lokatónleikum í gömlu hlöðunni á Hvanneyri. Flestir þátttakendur spiluðu á hljóðfæri sem þeir höfðu ekki spilað á, áður en þeir tóku þátt í rokkbúðunum og voru varla viku að læra á þau. Bæði stigu þeir á svið í fyrsta skipti á ævinni og spiluðu fyrir rúmlega 100 áhorfendur, líka í fyrsta sinn. Hjarta mitt stækkaði um nokkur númer á meðan ég var að horfa á þessa epísku tónleika og vikan á…

Keep Reading

Eitt og annað um öryggi og virðingu á tónleikum

in BLOG/IS by

Undanfarið hefur talsvert verið rætt um hvernig bæta megi upplifunina af íslenskri tónlist, sú umræða hefur að mestu snúist um að fjölga skuli tónleikastöðum í borginni. En það er önnur hlið á þessu máli, sem snýr að upplifun tónleikagesta, sem ætti að vera ógleymanleg á jákvæðan hátt, nefnilega að þeir upplifi sig örugga. Hér eru nokkur orð um öryggi. Öll viljum við fara á tónleika í rými sem er öruggt og þægilegt. Þess vegna ættu staðir sem hýsa tónleika að leggja áherslu á að sjá til þess að þeir séu ánægjulegir, bæði fyrir tónlistarfólk og tónleikagesti. Trúlega höfum við öll reynslu af því að ein drukkin manneskja hefur truflað tónleika á mjög leiðinlegan hátt. Ofbeldi og kynferðisleg áreitni á ekki að líðast á tónleikum. Um það eru allir sammála, þú líka, ekki satt? Það er á valdi starfsfólks tónleikastaða að sjá um að viðburðir fari vel fram og að óæskileg…

Keep Reading

Sumarpoppnostalgía

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 28. ágúst 2019. Ég vaknaði með lag Snorra Helgasonar, „Summer Is Almost Gone“, á heilanum. Fyrir utan gluggann haustar og allt í einu vantar mig sárlega tónlist til að halda áfram andlega með sumarið. Þess vegna er ég í nostalgíukasti í dag og fjalla um þrjá íslenska tónlistarmenn sem vita alveg hvernig hægt er á örstuttum tíma að skapa sumarstemningu svo maður setur á sig sólgleraugun. TSS Fyrsti tónlistarmaðurinn samdi sumar-soundtrackið mitt árið 2013, í tvíeykinu Nolo, en Jón Gabríel Lorange er þekktastur fyrir að vera hluti af því. Jón Gabríel stendur líka að verkefninu TSS, sem er stytting á The Suburban Spaceman. Hann er ungur tónsmiður og undir nafninu TSS skapar hann sæta skynörvandi stemningu með blíðar gítarlínur. TSS á að baki þrjár breiðskífur með lo-fi indípopptónlist – „Meaningless Songs“ (2015), „Glimpse of Everything“ (2016) og „Moods“ (2018).…

Keep Reading

Þrjár söngelskar íslenskar sírenur

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, föstudaginn 2. ágúst 2019, og á vefsíðu RÚV, laugardaginn 10. ágúst 2019. Sumir trúa á engla, aðrir á álfa, og enn aðrir á fegurð sírenusöngsins. Hefurðu fengið gæsahúð þegar þú heyrir fallegt lag? Það gerist stundum hjá mér, sérstaklega þegar ég hlusta á lifandi tónlist. Svo nú loka ég augunum og rifja upp minningar frá tónleikum, töfrandi raddir íslensks tónlistarfólks sem hafa kallað fram gæsahúð hjá mér. Það býr til himneskt andrúmsloft og í mínum huga er þetta tónlistarfólk sírenur. Á ég að setja í mig eyrnatappa eða frekar bara að fara af stað í leiðangur og kanna söngmeyjastrandir við eyjuna sem við í þessum pistli köllum… Ísland? Stundum á tónleikum fæ ég þessa katharsis-tilfinningu – eins og ég hafi dáið og fæðst upp á nýtt með sömu melódíuna í höfðinu. Marteinn Sindri Einn þeirra sem kafa ofan í gríska…

Keep Reading

Þrjár vanmetnar rafsveitir íslenskra kvenna

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 17. júlí 2019, og á vefsíðu RÚV, sunnudaginn 21. júlí 2019. Að vera milli svefns og vöku um bjartar sumarnætur minnti mig á tónlist sem ég heyrði í fyrsta skipti í vetrarmyrkrinu. Þrjú spennandi raftónlistarverkefni. Í huga mínum kallaðist fram minning um tóna sem yljuðu mér á langri dimmri leið minni í vinnuna. Ekki misskilja mig, ég sakna ekki vetrardimmunnar, en samt er eitthvað sjarmerandi við tónlist sem sogar til sín hlustendur. Stundum hljómar tónlist best þegar maður hlustar ekki í mikilli birtu. Þá finnur maður hvað hún er sjálf glóandi. Í mörgum tilvikum er íslensk tónlist skilgreind sem dularfull og fíngerð, og utan Íslands er því trúað að á einhvern hátt endurspegli hún íslenska náttúru, hún er skreytt með leyndarmálum, óvissu og undri sem mörgum þykir stórkostlegt. Skaði Síðastliðinn vetur hefði ekki verið samur án plötunnar „Jammið“ eftir…

Keep Reading

Áfram framsækið rokk Íslands!

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 2. júlí 2019. Um daginn tók ég þátt í umræðu um íslenska tónlist þar sem var sagt frá því að Björk hefði ekki verið sérstaklega vinsæl á Íslandi þegar tónlistarferill hennar í útlöndum var að hefjast. Tónlist hennar var ekki skilgreind sem hluti af meginstraumnum hér heima. Þetta kom mér í skilning um hvað sjónarhornið á íslenskt tónlistarfólk er ólíkt eftir því hvort sá sem talar er Íslendingur eða ekki. Utan Íslands má segja að íslenskur tónlistarmaður sé ákveðið „fyrirbæri“ og margir spá í hversu yndislegt sé að búa og skapa á Íslandi. Ég velti þessu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að ein af fallegustu hliðum þess að fylgjast með staðbundnu tónlistarlífi er að sjá hvernig tónlistarverkefnin spretta upp, stækka og blómstra á íslenskum vettvangi en fá líka verðskuldaða athygli utan Íslands, stundum oftar en hérlendis. En…

Keep Reading

Go to Top