Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 11. ágúst 2020.
Laugardagar eru djassdagar á mínu heimili og nýlega kom í ljós að sunnudagar, sérstaklega í sumar, eru tónleikadagar, réttara sagt Pikknikk Tónleika dagar. Það er vikuleg tónleikasería Norræna hússins, sem haldin er í góðu veðri undir berum himni. Gæsir og endur synda á tjörninni við húsið og útsýnið yfir borgina er einstakt. Í huggulegu og fallegu umhverfi gróðarhússins hélt ég eitt augnablik að ég væri stödd í sænskri sveit. En rödd MIMRU, söngkonnunar og lagahöfundarins Maríu Magnúsdóttur, lokkaði mig tilbaka til Reykjavíkur.
MIMRA gaf út fyrstu plötuna sína “Sinking Island” árið 2017 og vakti strax athygli. Því tel ég mig rosalega heppna að hafa sótt tónleikana í Norræna Húsinu þar sem hún frumflutti nýjasta lagið sitt “Sister”. En lykillinn að pistlinum í dag var lokalag tónleikanna “Right Where You Belong”, sem hljómaði út úr gróðurhúsinu í einstakri útsetningu fyrir píanó, rafmagnsgítar og rödd. Hér þarf að taka fram að María er snillingur í túlkun tónlistar við mismunandi aðstæður, hvort sem það eru sóló tónleikar með samspili á milli raddar og píanós, stærra teymis á sviði eða jafnvel með heilli stórsveit. En “Right Where You Belong” kom út sem smáskífa í byrjun þessa árs og hljóðhönnunin gerð í samstarfi við Zöe Ruth Erwin, sem mig langar að segja nokkuð orð um.
ZÖE rekur sitt eigið hljóðver úti Granda. Hún hefur undanfarið verið virk í tónlistarupptökum og er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf. Hún er hljóðverkfræðingur, tónlistarframleiðandi, upptökustjóri og lagahöfundur. Upprunalega ætlaði hún að dvelja á Íslandi í þrjár vikur með vini sinum, við undirbúning plötu. En þessum þremur vikum seinna átti hún hvorki meira né minna en 30 ný lög og hafði myndað órjúfanleg tengsl bæði á sviði hljóðverkfræði og í lífinu almennt við þekktan íslenskan upptökustjóra, Adda800. Nú eru árin farin að nálgast þrjú. ZÖE er ennþá búsett hér á landi og er orðinn sterkur hlekkur í keðju íslenska tónlistariðnaðarins.
ZÖE er með mörg járn í eldinum. Í fyrra vakti hún athygli á Íslandi með laginu “Let Me Fall” sem er titillagið í kvikmyndinni Baldvíns Z, “Lof Mér Að Falla”. Auk myndinni má að heyra meira efni frá ZÖE meðal annars lag hennar “Summer Funeral” sem kom út í fyrra. Ég mæli eindregið með því að vera með puttann á púlsinum og taka eftir nýju lögum hennar í framtíðinni, en hún kemur fram undir listamannsnafninu ZÖE.
Fjölbreytni ZÖE í tónlistinni má líka finna í öðrum kimum tónlistarbransans. Hún hefur unnið að tónlist annars tónlistarfólks, meðal annars Elísabetu Ormslev, Karítas Hörpu og MIMRU. Að sögn Maríu Magnúsdóttur var samvinna þeirra í stúdíói hvetjandi, þægileg og mikill inblástur. ZÖE hefur ennfremur deilt kunnáttu sinni og reynslu í gegnum kennslu í upptökutækni og hljóðblöndun. Hér vitna ég orðrétt í Maríu Magnúsdóttur – “hún [Zoe Ruth Erwin] er sannkallaður happafengur fyrir Ísland”.
Með það í huga langar mig að skoða aðeins betur heimavöll okkar í tónlistariðnaði. Ísland er afar auðugt þegar kemur að skapandi fólki, um það eru allir sammála sem hafa kynnst menningu eyjarinnar okkar. Það er til dæmis erfitt að finna fólk hér sem veit ekki hver Hildur Guðnadóttir er. Augljóslega erum við öll stolt af henni. En nú gefst annað tækifæri til þess að vera stolt af Íslandi, því Hildur er ekki eina íslenska tónlistarkonan sem hefur fengið Óskarverðlaunin fyrir tónlist. Hin konan sem líka hefur hlotið þessi verðlaun gaf nýlega út lag með hinni einu sönnu Emilíönu Torrini.
Um er að ræða lagið “Quintessence” sem tónlistarkonan Markéta Irglová samdi. Árið 2008 fékk hún Óskarsverðlaun fyrir lagið “Falling Slowly” sem hljómaði í myndinni “Once” þar sem hún lék aðal kvenhlutverkið. Fyrir átta árum kom Markéta til Íslands í tónleikaferðalag með hljómsveitinni The Swell Season sem hún spilaði með á tímabili. Þá var hún búin að gefa út fyrstu breiðskífu sína “Anar” árið 2011 á meðan hún dvaldi á New York. Töfrar Íslands og örugglega þessi séríslenska baktería sem ég kannast við urðu til þess að hún tók ákvörðun um að koma aftur. Hér tók hún upp aðra breiðskífu sína. Platan kom út árið 2014 undir merkilegum titli, „Muna”.
Það sem mér finnst fallegast í umhverfi tónlistarmanna er þessi endalausa orka í því að byggja upp tónlistarheiminn, á hvaða stað sem þeir lenda á. Tónlistarástríða birtist á mismunandi hátt. Markéta kynntist eiginmanni sínum, upptökustjóranum Sturlu Míó Þórissyni þegar hún vann að plötunni “Muna” í hljóðverinu Greenhouse Studio í Reykjavík. Í tilviki Markétu getur skapandi hugmynd birst um miðja nótt, sem sagt draumur um að stofna sitt eigið hljóðver. Svo nokkrum árum seinna varð hann loksins að raunveruleika og ásamt Sturlu Míó opnaði hún MasterKey Studios á Seltjararnesi í byrjun 2018.
Markéta sjálf hefur haft nóg að gera. Á borði hennar hafa verið tónlistarverkefni fyrir leikrit í Þjóðleikhúsinu og í New York. Þau hjónin hafa unnið saman að tónlist fyrir kvikmyndir, stuttmyndir og fyrir aðra tónlistarmenn, bæði landsmenn og alþjóðlega gesti. Ástríða þeirra fyrir tónlist og áhugi á því að skapa sem best og þægilegast umhverfi, sem lætur tónlistarmönnum líða vel og þar sem þeir geta notið sín, gerir MasterKey Studios að fullkonum stað fyrir vinnslu á tónlist.
“Quintessence” er fyrsta lag Markétu Irglová undir eigin nafni frá því platan “Muna” kom út. Hún tók sér ca. 6 ára hlé frá útgáfu tónlistar sinnar. Er þetta kannski merki um að Markéta sé tilbúin til að deila nýjum listaverkum með heiminum? Ég vona samt að ég þurfi ekki að bíða í 6 ár til að upplifa svo óútskýranlegan tónlistarljóma.
Í gegnum árin hafa birst hér og þar lög sem Markéta hefur sungið með öðrum. Á íslenskum markaði má til dæmis heyra í henni á öllum plötum hins þekkta Svavars Knúts frá því árið 2012, þegar platan hans “Ölduslóð” kom út. Markéta söng nokkur lög á henni ásamt því að spila á píanó, meðal annars í afar fallegri útgáfu af “While The World Burns”. Mér finnst stundum að englar syngi í gegnum rödd Markétu. Þegar hún byrjar að syngja breiða þeir út vængi sína, snerta hlustendur með þeim og töfra þá upp úr skónum.
Íslenska tónlistarsamfélagið er akkúrat það sem laðaði mig hingað. Mér finnst yndislegt hvað við getum sett saman fallega og litríka mynd af hæfileikum og ástríðu ef við bara horfum í kringum okkur. Þetta náttúrlega flæði í sköpun og samstarfi sem birtist á Íslandi er einstakt og afar töfrandi. Þess vegna vona ég hjartanlega að við höldum áfram að ryðja okkur til rúms í tónlistarheiminum. Ég vona líka að dásamlegar tónlistarkonur búsettar á Íslandi bætast í hóp tónlistarkvenna í samtökunum Women In Live Music, svo þær getið geislað jafnvel enn skærar og fallegar og aukið hljóðsköpun og tónlistarsamstarf óháð landamærum.
Justyna Wilczyńska
a.k.a. Stína Satanía