Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, þriðjudaginn 25. ágúst 2020.
Þegar ég var á tvítugsaldri leitaði ég mér að fyrirmyndum í tónlist sem gætu mögulega orðið mér hvatning til að finna mér nýtt hljóðfæri. Ég var þá strax dottin ofan í íslenska tónlist og fann að í nútíma poppi, pönki og rokki gátu stelpur alveg rokkað á gítara, bassa og trommur, til dæmis í hljómsveitum eins og Mammút og Vicky. Í dag ætla ég að sýna þessari stúlku – mér sjálfri fyrir 10 árum – hvernig hefðbundna senan hefur vaxið, blómstrað og jafnvel tindrað, hérlendis sem erlendis.
Ein þeirra íslensku hljómsveita sem nýlega hafa vakið eftirtekt er pönkhljómsveitin Dream Wife, sem var stofnuð árið 2015. Hún hefur verið mjög virk í Bretlandi og haldið tónleika víða um heim. Einn meðlimanna er íslensk tónlistarkona, Rakel Mjöll Leifsdóttir, sem ég hef fylgst með síðasta áratug. Það gleður mig að sjá hvað hún er mikil negla á sviði. Með hverjum hljómi sem frá hljómsveitinni kemur sendir Dream Wife skýr skilaboð til heimsins.
Fyrir rúmlega mánuði kom út ný metnaðarfull plata þeirra. Hún ber heitið “So When You Gonna…” og inniheldur 11 lög sem eru talsvert frábrugðin eldra efni þeirra. Dream Wife er ekki bara tónlist frá poppi til pönkrokks, heldur hrein orka, áskorun beint í andlitið, jafnvel bylting á blússandi siglingu. Engu er til sparað í fjöri og gleði á tónleikum. Hópur kvenna í tónlistargeiranum stendur saman og þær styðja hver aðra, hvort sem tónlistin er starfsvettvangur þeirra, áhugamál eða skemmtun, og Dream Wife tilheyrir þessum hópi.
Söngkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þekkt hérlendis, en hún hefur verið í hljómsveitum eins og Útídúr og Halleluwah. Hún stofnaði Dream Wife sem skólaverkefni í listaháskóla í Bristol ásamt Alice Go (gítar og rödd) og Bella Podpadec (bassi og rödd). En verkefnið hefur haldið áfram að dafna og þróast. Þær hafa náð að vekja athygli í gegnum listasköpun sína, með sterkum skilaboðum í tónlistinni og með áhugaverðri framkomu. Þar að auki kunna þær að nýta þessa athygli á merkilegan hátt. Fyrir ári síðan kallaði Dream Wife eftir nýjum LGBTQ+ og ekki cís-hljómsveitum og bauð þeim að hita upp fyrir Dream Wife. Því miður gerist það ennþá oft að slíkar hljómsveitir fá ekki sviðsljósið í hefðbundnu senunni þar sem cís-karlar hafa almennt forgang í tónlistarlífinu.
Plata Rakelar “So When You Gonna…” lenti á breska topp 20 listanum yfir vinsælustu plötunnar í Bretlandi viku eftir að hún kom út og mér finnst mikilvægt að benda á það, því að Rakel er fjórða íslenska tónlistarkonan sem hefur náð þeim árangri. Innilega til hamingju! Rakel bættist þá í hóp með Björk Guðmundsdóttur og Margréti Önólfsdóttur (á tímabilinu 1988-1992 fyrir hverja plötu Sykurmolanna) og Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur (frá 2012 með hverri plötu Of Monsters And Men).
“So When You Gonna..” er eina platan á 20 topplistunum í Bretlandi sem pródúseruð er af konu. Hún var unnin í samstarfi við Marta Salogni, Grace Banks og Heba Kadry. Þetta endurspeglar stefnu hljómsveitarinnar og bendir á svakalegan mismun í kynjakvóta. Þessi ójöfnuður er ekki bara í rísastóra breska tónlistargeiranum heldur líka í okkar eigin garði. Þannig að þó við getum með stolti sagt að smám saman sé ástandið að lagast á Íslandi við skulum halda áfram að gera okkar besta til að kenna næstu kynslóð að allir hafi sömu möguleika í tónlist.
Í dag langar mig líka að fjalla um hljómsveit sem ég rakst á árið 2010 þegar ég heyrði í fyrsta sinn um Iceland Airwaves hátíðina. Ég byrjaði að kynna mér hljómsveitirnar sem spiluðu það ár og féll fyrir hljómsveitinni Mammút, sem þá hafði gefið út tvær breiðskífur – “Mammút” í 2006 og “Karkari” í 2008. Það er erfitt að hrífast ekki af framkomu þeirra, sem á rætur í post-pönki og jaðarrokki. Hljóð, myndbönd og tónleikar hljómsveitarinnar bjóða upp á eftirminnilega upplifun.
Sagan af hljómsveitinni Mammút hófst árið 2003. Vinkonurnar Katrína Mogensen, Alexandra Baldursdóttir og Guðrún Heiður Ísaksdóttir leiddu þá saman hesta sína í tríóinu ROK, og þarna birtust komnar framtíðar söngkona, gítarleikari og bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Þegar Guðrún Heiður kvaddi hljómsveitina kom Ása Dýradóttir í hennar stað. Þessi kjarni finnst mér til dagsins í dag einn af þeim áhrifaríkustu á síðasta áratug, þegar kemur að innblæstri fyrir ungar konur sem hafa áhuga á tónlist. Einu ári seinna tók Mammút þátt í hljómsveitakeppni Músíktilrauna og á þeim tíma (þetta var fyrir 16 árum) benti kynjahlutfall þátttakenda á gríðarlegan mun – stelpur í tónlist voru örfáar. Mikil er gleði að vera vitni að töluverðri breytingu á ástandinu frá því sem þetta var.
Fjörum breiðskífum síðar stefnir Mammút að væntalega útgáfu nýrrar plötu með titlinum “Ride The Fire”, sem kemur út 23. október. Nú þegar eru komin út fjögur ný lög: “Forever On Your Mind”, “Prince”, “Fire” og “Sun And Me” sem er fyrsta lagið samið fyrir nýju plötuna. Platan “Ride The Fire” var tekin upp bæði á Íslandi og í London. Upptökustjórn var í höndunum Árna Hjörvars úr bresku hljómsveitinni The Vaccines. Um hljóðblöndun sá samstarfsaðili Hildar Guðnadóttur í “Joker” og “Chernobyl” – Sam Slater. Mandy Parnell tók að sér hljóðjöfnun en hún hefur meðal annars unnið með stærstu tónlistarmönnum frá eyjunni okkar, Björk og Sigur Rós. Mammút fékk verðskuldaða viðurkenningu þegar síðasta platan frá 2017, “Kinder Version”, kom út. Ég get ekki þurrkað af mér þetta risastóra bros hljómhamingjunnar þegar ég heyri nýju lögin þeirra. Þetta verður tónlistarveisla og næsta stóra skrefið út í tónlistarheiminu útan Íslands. Áfram Mammút, stappið stolt svo drunur heyrist vel!
Þá er komið að því að kynna þriðja og síðasta verkefnið í þessari umfjöllun. Ég get ekki leynt því að ég dýrka gott samspil úr rytmískru deildinni. Ef bassi getur rammað trommutakta fínlega inn og ef trommur geta laðað bassaflæðið fram – þá er ekki hægt að óska eftir neinu einfaldara né fallegra um leið. Ofan á þétta melódíu hvirflast svo björt og blíð rödd trommara hljómsveitarinnar. Það kemur á óvart að tónlistarfólkið í BSÍ var að stíga sín fyrstu skref með ný hljóðfæri.
Kannski er það þess vegna sem datt ég alvarlega fyrir tónlist dúósins BSÍ, sem mér sýnist vera á sveimi milli allskonar dream-popps og alveg öskrandi pönks. Hljómsveitina skipa Sigurlaug Thorarensen sem spilar á trommur og syngur og Julius Rothlaender sem er á bassa og hljóðgervlum. BSÍ var stofnuð árið 2018. Á sama ári kom út fyrsta EP platan þeirra með titlinum “BSÍ” og þessa dagana vinnur hljómsveitin að nýrri breiðskífu.
BSÍ ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus og kemur fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Munið eftir nafninu þeirra þó það tengist alls ekki Bifreiðastöð Íslands. Brussels Sprouts International er um að kenna! Aðalhlutverkið í því lék rósakálsmynstrið í hönnun peysunnar sem bróðir Sigurlaugar átti.
PJ Harvey, Warpaint, Meg White og hljóðfæraleikarar með Prince og Lenny Kravitz eru á meðal þeirra sem sem hafa haft áhrif á ungt fólk þegar kemur að mótun ímyndar kvenna í tónlist. Þó að staðan hér á landi sé ekki sem best, er hún ekki jafn slæm og fyrir nokkrum árum. Mig dreymir ennþá um að sjá fleiri konur á Íslandi spila á bassa, kontrabassa og trommur. En í Dream Wife, Mammút og BSÍ býr sterkur sköpunarkraftur sem gefur von um jákvæðar breytingar í tónlistarbransanum. Að lokum óska ég okkur þess að við fáum möguleika til að fylgjast áfram með hæfileikaríkum kvenhljóðfæraleikurum, í þessum þremur tónlistarverkefnum sem ég hef fjallað um í dag og margt fleiri í að minnsta kosti 10 ár í viðbót.
Justyna Wilczyńska
a.k.a. Stína Satanía