Rokkað á Hvanneyri
(Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 14. ágúst 2019.) Falið í Borgarbyggð með tæplega 300 íbúa – sko, Hvanneyri hefur ekki haft mikið vægi í mínum huga, sérstaklega ekki þegar kemur að tónlist. En sjálfboðaliðasamtökin Stelpur Rokka! hafa svo sannarlega breytt þessari ímynd! Ásamt erlendum samstarfsaðilum völdu þau alþjóðlegum rokkbúðum stað í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þann 10. águst náði þessi 98-manna hópur með fólki frá 10 löndum og 11 samtökum hæsta punkti með lokatónleikum í gömlu hlöðunni á Hvanneyri. Flestir þátttakendur spiluðu á hljóðfæri sem þeir höfðu ekki spilað á, áður en þeir tóku þátt í rokkbúðunum og voru varla viku að læra á þau. Bæði stigu þeir á svið í fyrsta skipti á ævinni og spiluðu fyrir rúmlega 100 áhorfendur, líka í fyrsta sinn. Hjarta mitt stækkaði um nokkur númer á meðan ég var að horfa á þessa epísku tónleika og vikan á…