Keeping a finger on the pulse

Rokkað á Hvanneyri

in BLOG/IS by

(Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 14. ágúst 2019.)

Falið í Borgarbyggð með tæplega 300 íbúa – sko, Hvanneyri hefur ekki haft mikið vægi í mínum huga, sérstaklega ekki þegar kemur að tónlist. En sjálfboðaliðasamtökin Stelpur Rokka! hafa svo sannarlega breytt þessari ímynd! Ásamt erlendum samstarfsaðilum völdu þau alþjóðlegum rokkbúðum stað í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þann 10. águst náði þessi 98-manna hópur með fólki frá 10 löndum og 11 samtökum hæsta punkti með lokatónleikum í gömlu hlöðunni á Hvanneyri. Flestir þátttakendur spiluðu á hljóðfæri sem þeir höfðu ekki spilað á, áður en þeir tóku þátt í rokkbúðunum og voru varla viku að læra á þau. Bæði stigu þeir á svið í fyrsta skipti á ævinni og spiluðu fyrir rúmlega 100 áhorfendur, líka í fyrsta sinn. Hjarta mitt stækkaði um nokkur númer á meðan ég var að horfa á þessa epísku tónleika og vikan á undan var ROSAlega áhrifamikil!

Stelpur Rokka

Að hafa áhuga á tónlist felur oftast líka í sér að þrá að fikta sjálf(ur) aðeins á einhverskonar hljóðfæri. En svoleiðis ævintýri er miklu betra ef það á sér stað í öryggu rými þar sem maður er ekki einn og leyfir sér að gera mistök án þess að skammast sín fyrir neitt. Mér finnst samtökin Stelpur Rokka! skapa nákvæmlega svona rými með góðum árangri. Fyrir þá sem hafa aldrei áður heyrt um þau, þá eru Stelpur Rokka! hluti af Rokkbúðabandalaginu (Girls Rock Camp Alliance), alþjóðlegri hreyfingu yfir hundrað rokkbúða út um allan heim.

Þegar þátttakendur rokkbúðanna mæta á svæðið þekkir yfirleitt enginn neinn. Og ekki eru allir algjörir extróvertar. En samt, á einni viku skapast djúp vinnátta í gegnum tónlistarþróun og skemmtun. Þetta er í stuttu máli lífsspeki samtakanna Stelpur Rokka!: “við vinnum við að efla og styrkja stelpur (cís og trans), konur, trans stráka, kynsegin og intersex fólk í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu”.

Music Empowerment Mobility and Exchange

Ásamt 11 rokkbúðasamtökum frá Austurríki, Bretlandi, Finnlandi, Írlandi, Noregi, Póllandi, Serbíu, Svíþjóð og Þýskalandi hefur Stelpur Rokka! unnið á verkefni MEME sem stendur fyrir “Music Empowerment Mobility and Exchange” og miðar að valdeflingu ungmenna í gegnum tónlist og samvinnu. Þetta er rísastórt og í rauninni mikilvægasta verkefni Stelpur Rokka! hingað til, auk þess það er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins.

Á MEME Vol. 2 rokkbúðir á Íslandi, sem átti sér stað frá 5. til 12. ágúst á Hvanneyri, mættu 98 konur, þar urðu til 8 hljómsveitir sem sömdu fjölbreytta tónlist úr ólíkum áttum. Auk tónlistarbrautar mynduðu þátttakendur líka fjölmiðlateymi sem sá um að skrásetja búðirnar gegnum myndir, hljóð og myndbönd, og skipulagsteymi sem sá um framkvæmd lokatónleika, auk tónleika með Gróu og Soffíu Björgu sem haldnir voru í miðri viku.

Það er kannski erfitt að ímynda sér hvers konar orka er í gangi í rokkbúðum, ef maður er ekki í storminum miðjum. Hvernig það er á fyrsta degi, þegar allir stíga fyrstu skrefin út úr þægindarömmunum sínum. Hvaða tilfinningar tengjast vali á hljóðfæri – eftir að hafa prófað nokkur mismunandi – og ná að eiga samskipti og eignast jafnvel vináttu óháð tungumáli, líka utan æfingarýmisins. Það er áhugavert að sjá að þegar vikan er hálfnuð eru allir allt í einu meðvitaðri um þreyttu og læra að taka pásu og slakka á án neinnar afsökunar. Þátttakendur fara að passa vel upp á andlega og líkamlega heilsu sína og annarra. Svo er frábært að sjá hvernig fólk styður hvert annað og fagnar persónuleikafjölbreytni – við vorum öll saman á Hvanneyri og öll voru frjáls í því að vera þau sjálf. Og að lokum – spennan sem fylgir því að stíga á svið og rokka, sem er í senn hræðilegasta og mest spennandi tilhugsun í heimi! Líkaminn er við það að stirðna, en adrenalínið keyrir hann í gang. Hvað þarf meira til að efla tónlistarsenuna og semja tónlist ef ekki fyrst og fremst ástríða, efling og vinnátta?

Gróa

Að koma fram á lokatónleikum rokkbúða er oft fyrsta skrefið í að stofna sína eigin hljómsveit og spila opinberlega. Til að sýna ykkur þá geggjuðu orku sem springur út í rokkbúðum langar mig að kynna tónlistarverkefni sem heitir Gróa og kom í heimsókn á rokkbúðirnar á Hvanneyri. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa þekkst frá bernsku en stofnuðu hljómsveit stuttu fyrr Músíktilraunir 2017. Reyndar ekki með keppnina í huga, frekar bara til að fá útrás. Gróu skipa bassaleikarinn Fríða Björg Pétursdóttir og svo þær Einarsdætur – trommarinn Hrafnhildur og Karólina, sem syngur og spilar á gítar og píanó. Enda þótt þær séu á aldrinum 17-18 hafa þær gefið út tvær breiðskífur með bílskúrstónlist. Sú seinni af þeim kom út 1. apríl, hún heitir Í Glimmerheimi og sýnir fallegan þróunarferil hljómsveitarinnar. Með gleði í hjarta man ég eftir fyrstum tónleikum þeirra. Þær voru rakettur strax í byrjun, önnur platan er gripandi og vel unnin, ég bara spyr, hvaða bjarta framtíð bíður þeirra?

Ateria

Þá má benda líka á að sigurvegararnir í Músíktilraunum í fyrra hafa einnig tekið þátt í Stelpur Rokka rokkbúðum. Hljómsveitin heitir Ateria og var stofnuð haustið 2017. Hún er skipuð systrunum Ásu og Eiri Ólafsdætrum og Fönn Fannarsdóttur frænku þeirra. Það hlýtur að vera mikill tónlistarstuðningur innan fjölskyldunni. Þær sjálfar kalla tónlist sína tilraunakennt rokk, þó mér finnist það nær þjóðlaga-goth vegna andrúmsloftsins sem þær skapa. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa stundað klassískt tónlistarnám til margra ára og reynsla þeirra birtist mjög fjölbreyttu efni, þær blanda mismunandi tónlistarstílum saman í lögum sínum. Og það er nákvæmlega það sem vakti athygli mína. Fjögurra strengja hljóðfæri eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og þegar ég sá á sviði bæði selló og bassa, magnað upp með trommum, þá sendi Ateria mig í minningarferð til algjörlega fyrstu tónleikanna í lífi mínu, sem höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig.

Áfram konur

Frá því í byrjun grunnskóla þegar ég las í fyrsta skipti um norrænar víkingakonur hafa þær verið fyrirmynd fyrir mig – sterkar og sjálfstæðar. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að leyfa yngri kynslóðum að heyra áhugaverða kvennatónlist og kynna konur sem eru virkar í tónlistarbransanum, þar sem það er svo gott að spegla sig og sína hæfileika í öflugum fyrirmyndum. Hver myndi ekki vera stoltur af okkar konum ef þær fengju verðskuldaða athygli erlendis, t.d. evrópsku Women in Live Music verðlaunin sem eru afhent konum í tólistarbransanum?

Látum drauma dætra Íslands rætast á sviði – veitum þeim viðurkenningu sem flytjendum og líka fyrir þennan algjörlega ósýnilega hluta af tónlistarbransanum sem snýst um svo margt og mikilvægt – að tónleikaferðir fari samkvæmt áætlun, að tónleikar séu vel auglýstir og varningur sé seldur; að hljómsveitum sé keyrt örugglega á tónleikastað og að tónleikar hljómi og líti út eins vel og mögulegt er. Og líka að allt þetta sé ítarlega skrásett og um það fjallað.

Justyna Wilczyńska
a.k.a. Stína Satanía

Gróa
Ateria
Stelpur Rokka
GRCA introduces MEME

Latest from BLOG

Go to Top
%d bloggers like this: