Dans er melting fyrir sálina
Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 22. júlí 2020, og á vefsíðu RÚV, mánudaginn 27. júlí 2020. Allir að þurfa að dansa, allavega stundum. Dansa til að hreinsa út tilfinningar sínar eða dansa til að finna aftur gleðina. Hér á Íslandi er algengt að dansa eins og hálfviti þó það sé bannað að vera fáviti, eins og allir vita. Svo getur maður dansað innra með sér og varla hreyft líkamann, þannig að maður fái ekki titilinn „partýdýrið á dansgólfinu“. Það má dansa þangað til að maður nær ekki lengur andanum eða til þess að finna lausnir á gátum lífsins. Það má dansa rólega í niðamyrkri eða kröftuglega í birtunni þegar sólin er ekki enn sest – og öfugt. Dans er meltingarvegur sálarinnar að mínu mati. Þá mætti spyrja, hvers konar nútímatónlist fær okkur til að dansa? Þá rifjast upp fyrir mér allir tónleikarnir, sem hafa…