Segulmögnuð áhrif tónlistar eftir samkomubann
Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 8. júlí 2020, og á vefsíðu RÚV, sunnudaginn 12. júlí 2020. Samkomubannið hafði í för með sér algjört tónleikabann. Fyrir mér varð það fullkomið tækifæri til að pæla í mikilvægi lifandi tónlistarflutnings. Tónleikar eru ekki bara veisla fyrir eyrað, þeir eru líka sjónræn upplifun, tónlistin vekur tilfinningar og jafnvel gæsahúð. Margra vikna bið eftir lifandi tónlistarflutningi kveikti hjá mér áhugaverðar vangaveltur um nándina sem skapast á tónleikum, milli flytjenda tónlistar og hlustenda, og hversu mikilvæg hún er. Fyrir nokkrum vikum fékk ég þessar hugmyndir staðfestar á tónleikum Árstíða á Café Rosenberg, en þeir félagar kunna vel að mynda sterk tengsl við áhorfendur. Andrúmsloftið á tónleikastaðnum magnaði upp þessa tengingu. Café Rosenberg er nú tekinn til starfa á nýjum stað eftir nokkurra ára hlé og ég vona innilega að framhald verði á flutningi gæðatónlistar í nándinni sem skapast í þessu…