Keeping a finger on the pulse

Sumarpoppnostalgía

in BLOG/IS by

Pistillinn var skrifaður fyrir Tengivagninn á Rás1 og birtist þar, miðvikudaginn 28. ágúst 2019.

Ég vaknaði með lag Snorra Helgasonar, „Summer Is Almost Gone“, á heilanum. Fyrir utan gluggann haustar og allt í einu vantar mig sárlega tónlist til að halda áfram andlega með sumarið. Þess vegna er ég í nostalgíukasti í dag og fjalla um þrjá íslenska tónlistarmenn sem vita alveg hvernig hægt er á örstuttum tíma að skapa sumarstemningu svo maður setur á sig sólgleraugun.

TSS

Fyrsti tónlistarmaðurinn samdi sumar-soundtrackið mitt árið 2013, í tvíeykinu Nolo, en Jón Gabríel Lorange er þekktastur fyrir að vera hluti af því. Jón Gabríel stendur líka að verkefninu TSS, sem er stytting á The Suburban Spaceman. Hann er ungur tónsmiður og undir nafninu TSS skapar hann sæta skynörvandi stemningu með blíðar gítarlínur. TSS á að baki þrjár breiðskífur með lo-fi indípopptónlist – „Meaningless Songs“ (2015), „Glimpse of Everything“ (2016) og „Moods“ (2018). Verkefnið hófst opinberlega í byrjun ársins 2015, með útkomu plötunnar „Meaningless Songs“, en fyrir hana var Jón Gabríel tilnefndur til Kraumsverðlaunanna. 19. apríl síðastliðinn, á plötubúðadeginum, kom út EP-platan hans undir merki Reykjavík Record Shop. Hún ber heiti „High Tide Low Tide“ og hjálpar mér að vera áfram í sumarskapi þó það kólni aðeins úti. Þess vegna tek ég hana með mér í næsta ferðalag.

En það kemur á óvart hvað margt efni hefur TSS í ofninum. Fyrir skömmu, 23. ágúst, Jón Gabríel sendi frá sér næsta örstutta EP plötu, „Rhino“. Endilega hlustað á hana ef langar ykkur í áhyggulausa sumartóna í ímyndaðri en þægilegri hitabylgju.

Pale Moon

Talandi um sumarið, vá, hvað vorum við heppin að fá góða veðrið á þessu ári! Íslensk-rússneska tvíeykið Pale Moon virðist vita nákvæmlega hvernig það er að bíða eftir sólinni. Árni Guðjónsson og Natasha Sushchenko kynntust í Barcelona og ákváðu að stofna hljómsveit á meðan þau voru á ferðalagi um Mexíkó. Akkúrat á þeim tíma sömdu þau fyrsta lag sitt, Waiting for the sun, sem kom út á fyrstu EP-plötunni Pale Moon, „Dust of Days“. Hún kom út hjá Fróni 15. apríl og inniheldur hlýja tóna með áhrifum frá sýrurokki, hliðrænum hljómum og töfrandi gítar. Þegar ég hlusta á lögin þeirra líður mér eins og ég sé í þægilegu tónlistarsólbaði. Er kannski þessi solarorka safnað í gegnum tíma á meðan Árni hefur spilað með listamönnum eins og Orphic Oxtra undir sterkun balkönskum áhrifum, þá reggí Ojba Rasta, uppörvandi Teiti Magnússyni og 80s hljómborðsgaldramanni Berndsen? Hann lék áður sjálfur á hljómborð í heimsfrægu hljómsveitinni Of Monsters and Men. Natasha hefur líka tónlistarreynslu þar sem hún spilaði í nokkrum hljómsveitum í heimalandinu sínu. Ásamt því að skapa saman tónlist reka Árni og Natasha líka tískuverslun á Laugavegi, endilega kíkið í spjall í Kvartýru 49 á Laugavegi 49.

Ari Árelíus

Síðasta lagið er splunkunýtt sönglag sem kom út 16. ágúst. Það ber nafnið „Silki“ og er eftir Ara Árelíus. Undir þessu nafni stendur Ari Frank Inguson, mjög virkur djassgítarleikari í tónlistarlífi Reykjavíkur, sem spilar ábreiður af bæði djassi og fönki og líka sína eigin tónlist á hinum og þessum stöðum í miðbænum.

Í fyrra kom út fyrsta EP-sólóplata Ara Árelíusar, „Emperor Nothing“, þar sem allt efni var samið á ensku og tónlistarheilinn verkefnsins blandaði saman áhrifum af djassi, raftónlist og sýrurokki. Nú er Ari að pæla jafnvel meira í orðafegurð sem snýst í kringum tilveru og „Silki“ er orðið fyrsta lagið hans á íslensku. Í laginu tekur Ari smá beygju frá fönki og sálartónlist í áttina að frekari tilraunum í hljóðheiminum. Tónlist Ara byggist ennþá á greinilegum gítarlínum fléttuðum saman við hljóð málmblásturshljóðfæra, en er miklu meira afslappandi. Ari sjálfur kallar hana neo-psychedelic rokk. Hann stefnir á að flytja til útlanda á næstunni en vonandi heyrum við bráðum fleiri lög eftir hann, þar sem ég veit að hann á meira efni í fórum sínum.

Lokaorð

Góð tónlist getur skapað yndislegt landslag í hugum hlustenda og virkjað óendanlegt ímyndunarafl – til þess að finna ljós í dýpsta myrkrinu eða hita í hvísli vindsins og svo framvegis. Þannig lít ég á tónlist TSS, Pale Moon og Ara Árelíusar – sumar, sól og blíða eru komin aftur um leið og ég heyri þessu lög. Engu máli skiptir á hvaða degi ársins þú hlustar á þau aftur, þau munu alltaf vekja upp minningar um sumarið 2019. Svona safna ég efni fyrir nostalgíska sumarlagalistann minn þegar vindur byrjar að kalla á haust og mig vantar aðeins að umvefja sálina einhverju hlýrra.

Justyna Wilczyńska
a.k.a. Stína Satanía

TSS
Pale Moon
Ari Árelíus

Latest from BLOG

Go to Top
%d bloggers like this: